Contact

5574575

7724575

Follow

©2018 by Heilsu og fegrunnarstofa Huldu. Proudly created with Wix.com

Styrkjandi þörunga líkamsmaski með spm nuddi

Meðferð fyrir líkamann – spm nudd og maski

 

Einstök meðferð gegn appelsínuhúð! Tvíþætt meðferð til að meðhöndla vandamálasvæði, byrjað er á spm nuddi og að lokum nærandi maski á húðina. Hægt að meðhöndla handleggi, mitti, maga, rass og læri framan eða aftanverð. SPM nuddið vinsæla opnar fyrir eitlana á svæðinu sem á að meðhöndla. Eykur á blóðflæðið og örvar líkamsvefina. Hér fær svæðið strax djúpa meðferð, árangur sem ekki er hægt að ná á annan hátt. Þrýstinudd með höndum nuddara er eitt, þjálfun líkamans er annað en SPM nudd nær hámarksárangri beggja á sama tíma. Maskinn er svo borin á svæðið eftir að spm nuddið hefur verið nýtt til að gera húð og vefi móttækilega fyrir frekari meðferð. Báðir maskarnir eru gerðir úr öflugum og virkum þörungum sem smjúga auðveldlega inn í húðina. Hægt er að velja um tvenns konar maska eftir hvað hentar hverjum og einum – hitamaski sem stuðlar að minnkun ummáls og kælandi maski sem stuðlar að þéttun húðar. Hvoru tveggja henta öllum húðgerðum og veita húðinni nauðsynleg vítamín, prótein og steinefni.

 

Slakað er á meðan maskinn er á meðferðarsvæðinu allt að 20 mínútur. Að því loknu er maskinn hreinsaður af. Hægt er að finna fyrir áhrifum maskans – hita eða kulda djúpt í vefjum - allt að klukkustund eftir að meðferð lýkur.

 

Mælt er með að koma í endurtekna meðferð til að ná góðum árangri – 10 skipti til að ná hámarks og varanlegum árangri.

Viðskiptavinur okkar hún BB segir frá reynslu sinni –

„Mér bauðst að prufa líkamsmeðferðina með SPM og þaramaskanum, þáði strax að fá meðferð á rass og aftanverð læri þar sem ég er með sjáanlega appelsínuhúð þar eins og aðrar konur á fertugsaldri. Þó ég fari í ræktina og stundi sérstakar æfingar fyrir rassinn hefur það engin áhrif á húðina svo mig hlakkaði til að sjá hvort þetta gæfi árangur.

 

Ég fékk úthlutað einnota nærbuxum líkt og þegar farið er í nudd á góðri stofu, lagðist á bekkinn og Hulda hófst handa við spm nuddið. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið gott að fá spm byssunum beitt á aftanverð lærin en var minnt á það að sársaukin bendi til að ég hafi verið þónokkuð stíf í vefjum lærana. Svo bar Hulda á mig maskann og ég fann hvernig ég hitnaði hægt og rólega. Hitinn smaug djúpt djúpt undir húðina á mjög þægilegan hátt. Svipað og að sitja í infra rauðri sánu en bara á þessu ákveðna svæði. Slakaði vel á og dottaði meira að segja!

 

Að meðferðinni lokinni fannst mér eins og hitinn héldist töluvert lengi og um kvöldið þegar ég strauk hendi yfir aftanverð lærin fannst mér strax eins og húðin væri „glaðari“ – þéttari, stinnari og vel nærð.“