Contact

5574575

7724575

Follow

©2018 by Heilsu og fegrunnarstofa Huldu. Proudly created with Wix.com

Vacumed

Lofttæmiþrýstingsnudd fyrir handleggi, hnakka og axlir - öflug verkjameðferð gegn verkjum, bjúg og bólgum.


Nú er hún komin til Íslands! Þessi frumlega og glænýja verkameðferð frá heilsustofnuninni Weyrgans sem miljónir sjúklinga í Þýskalandi höfðu beðið eftir. 


Á öflugan og áhrifaríkan hátt hraðar meðferðin endurnýjun og endurhæfingu með því að stórauka staðbundið blóðflæði svo skjótum bata sé náð. Meðferðin er vel þekkt af læknum og er mikið notuð á sjúkrahúsum í Þýskalandi til dæmis þegar staðbundin bjúgur myndast eftir afnám brjósta, sem meðferð við tennisolnboga og öðrum bólgumeiðslum.

Nuddið í tækinu er taktfast þrýstings- og lofttæmisnudd sem eykur blóðstreymið staðbundið og sogaæðakerfið nær þannig betur að starfa og endurnýja sig. Meðhöndlunarbreyturnar byggjast á mismunandi löngum hléum á milli undirþrýstings og þrýstings sem og styrkleikaprógrömmum sem hægt er að velja í tækinu. Með þessum hætti er hægt að örva virkni slagæða, æða og sogæða. Í boði eru níu fullsjálfvirkar meðferðir sem taka mið af heildarástandi sjúklingsins og gerir meðferðaraðilanum kleift að hljóta einfalda, örugga og einstaklingsmiðaða nuddmeðferð. Lengd hverrar meðferðar er 25 til 40 mínútur.


Í dæmigerðri verkja-meðferð með loftæmiþrýstingsnuddinu er mælt með sex til tíu skiptum á um það bil þriggja vikna tímabili. Ef um sogæðameðferð er að ræða má nota tækið eftir þörfum en það er hinsvegar ekkert sem mælir á móti daglegri notkun tækisins ef nauðsyn krefur.