Contact

5574575

7724575

Follow

©2018 by Heilsu og fegrunnarstofa Huldu. Proudly created with Wix.com

Vacusport

Undraverður árangur 

Beint úr smiðju geimvísinda er komin frumleg og áhrifarík aðferð til að hraða bataferli og endurhæfingu eftir slys, meiðsli og aðgerðir.

Meðferðin sem fer fram í Vacusport vélinni er mikils metin af afreksíþróttafólki sem vilja ekkert fremur en viðhalda líkamlegum styrk og fljótt bataferli til að geta mætt til leiks á ný.

Vitað er að það hægist á heilunar- og bataferli líkamans eftir hvers kyns slys, meiðsli og aðgerðir. Afleiðingar eftir slík áföll sem líkaminn verður fyrir eru meðal annars mikil vökvasöfnun og bjúgmyndun. Í raun er allt æðakerfi líkamans undirlagt í marga daga eftir áfall og þá algengt að blóðrásartruflanir og truflanir í sogæðakerfinu standi yfir mánuðum og jafnvel árum saman. Með tilkomu Vacusport tækisins frá Weyergans High Care er hægt að flýta þessu bataferli svo um munar!

Fyrirmynd þeirrar tækni-og læknisfræðivísinda sem Vacusport á rætur sínar að rekja til kemur úr heimi geimvísindanna. Þegar geimfarar hafa upplifað þyngdarleysi þurfa þeir að fara í meðferð sem byggir á svipaðri tækni á tíu klukkustunda fresti til að koma í veg fyrir blóðþrýstingsvandamál. Á þá vegu er hægt að tryggja að blóðflæðið sé nægilega gott í aðstæðum sem valda miklu álagi á líkama geimfaranna. Hið taktfasta þrýstings- og lofttæmisnudd nær til alls æðakerfisins og stóreykur blóðflæði í æðum og vöðvum. Líkaminn fær mun meira súrefni til sín og næringin skilar sér betur út í frumurnar.

Tilvalið er að nota vélina og meðferðina sem í henni býðst við hvers lags íþróttameiðslum og endurhæfingu eftir slys og meiðsl. Meðferðaraðilinn liggur kyrr og nýtur meðferðarinnar sem er algjörlega sársaukalaus. Meðferðin nýtist einnig sérlega vel þeim sem gengist hafa undir aðgerðir vegna vandamála í liðum.

 

Þessi meðferð hentar vel við :

 • meiðslum og verkjum

 • til að örva æðarkerfið

 • tognun

 • liðverkjum

 • gigt

 • brjósklosi

 • fótapirring

 • bjúg

 • beinhimnubólgu

 • verkjum í mjóbaki

 • stoðkerfisvanda